Örvitinn

Veiðiþjófnaður

Veiðinet
Ekki veiðiþjófnaður

Umræðan í samfélaginu er stundum merkileg, tvö lið - með og á móti. Þitt fólk og andstæðingarnir.

Hvernig hefði umræðan verið ef Bjarni Ben hefði farið með vinum sínum í sumarbústað í eigu Seðlabankans og upp hefði komið veiðiþjófnaður sem tengist vinunum hugsanlega en Bjarni Ben hefði sagt að hann hefði ekkert með þetta að gera? Hann hefði ekki komið nálægt því að leggja netið.

Væru þá ekki rosa læti hjá Stundinni en þögn eða vörn í Fréttablaðinu? Fjöldi fólks að krefjast afsagnar.

pólitík
Athugasemdir

Baldvin - 25/02/21 12:30 #

Hefur það kannski eitthvað að segja í svona málum hvort viðkomandi eigi langa, skrásetta sögu af opinberum lygum eða ekki? Og hvort valdastofnanir halda hlífiskildi yfir viðkomandi eða sækja á hann?

Matti - 25/02/21 13:39 #

Ég veit það ekki satt að segja, er það? Hafa fjölmiðlar alltaf miðað við það?

Skiptu BB út fyrir hvern sem er hjá Sjálfstæðisflokknum til að fá sömu skiptingu í lið, Fréttablaðið vs Stundin, stuðningsmenn X-D og andstæðingar.

Ragnar ekki beint verið spar á yfirlýsingar um fólk um tíðina, jafnvel þannig að honum hefur verið hótað kærum, þannig að hann getur varla talist stikkfrí fyrir umfjöllun, þó þessi hafi verið bæði óvægin og sérkennileg. En það er líka í raun dálítið sérkennilegt hversu vel formaður eins stærsta verkalýðsfélagsins, áberandi maður í samfélagsumræðu, kemst frá því að vera viðstaddur/nærstaddur veiðiþjófnað þegar við spáum í það.

Það er lítil stemming fyrir þeim vinkli á málinu, sem mér finnst samt alveg eðlilegur; jafn eðlilegur og uppsláttur Fréttablaðsins var óeðlilegur.

Væri Stundin ekki "all over this shit" ef formaður VR væri t.d. SES!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)