Örvitinn

Að skipta sér af öðrum

Eldborg
Þarna stendur fólk. Kemur það mér við?

Félagshyggjufólk spáir í lýðheilsu vegna þess að samtryggingin á að ná til allra og það er ekki mögulegt ef álagið á kerfin er of mikið. Ef það er hægt að fyrirbyggja álagið, þá borgar sig að reyna það. Sumt er nefnilega alls ekki hægt að fyrirbyggja og við þurfum að ráða við það líka.

Einstaklingshyggjufólk getur sagt öllum að hoppa upp í rassgatið á sér, heilsa/hegðun annarra komið engum við, en þau ættu þá líka að (vilja) sjá sjálf um afleiðingarnar.

Það gengur illa upp að mínu mati að segja annars vegar að við eigum að halda utan um alla (sem er mín skoðun) og á sama tíma að það komi engum við hvað fólk gerir.

skrifað út frá twitter þræði um líkamsvirðingu sem gekk beinlínis út á að heilsa/hegðun annarra komi engum öðrum við

heilsa pólitík
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)