Örvitinn

Sjálfstæðisflokkurinn, covid og Trumpismi

Útsýni af Esjunni við sólsetur við árslok
Já, enn og aftur útsýni af Esju - sorry. Tekið 30.12.21

Eftir að hafa fylgst ansi vel með Sjálfstæðisflokknum og covid-nötturum undanfarið er ég steinhissa á að nokkur sé til í að kenna sig við flokkinn í dag.

Finnst ykkur Trump virkilega svalur? Ef ekki, þá getið þið ekki stutt flokkinn. Þetta er Trump-ismi.

Þið getið alveg verið frjálshyggjufólk, hægra megin í pólitík, talað um einkaframtak og lága skatta. Það er hægt er að rökræða. Við þurfum ekki að vera sammála um allt og erum eflaust eflaust sammála um margt.

En Trumpismi flokksins er ekki rökræðuefni heldur hópsturlun, "madness of crowds", múgæsingur. Gerið það fyrir mig, ekki taka þátt í þessu. Ég meina, fólk er í fullri alvöru farið að tala um það næstum upphátt að það sé eðlilegt að einstaklingar í viðkvæmum hópum (já, hugsanlega þú) steindrepist úr covid frekar en að atvinnulífið þurfi að taka á sig högg (þó flestir séu á því að ríkið eigi að koma inn í) á sama tíma og atvinnulífið dælir peningum til hluthafa.

Við erum ekki bara að tala um illt innræti. Við erum ekki bara að tala um heimsku. Við erum að tala um eitthvað meira, illsku!

Svo þykist þetta fólk upp til hópa búa yfir miklu betra siðferði því það þykist stundum vera kristið, vegna þess að það rámar í að hafa farið í sunnudagaskóla.

Í alvöru. Hættið þessu.

Fyrsta bloggfærsla ársins, gleðilegt nýtt ár!

Athugasemdir

Matti - 08/01/22 00:42 #

Ekkert er fyrirsjáanlegra en að áhyggjur þessa hóps af velferð barna hverfur um leið og covid ástandið er búið. Því stendur á sama um börnin (ykkar).

Erlendur - 08/01/22 16:11 #

Það má gera líka ráð fyrir að allar áhyggjur þeirra af andlegri heilsu fólks munu hverfa líka um leið og Covid lýkur.

Matti - 08/01/22 21:06 #

Einmitt, en það sést reyndar líka vel í dag á því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn kemur í veg fyrir að ókeypis sálfræðiþjónusta sé fjármögnuð - og þar með ekki í boði.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)