Örvitinn

Peningar og hugarró

útsýni
Útsýnið í vetur frá skrifstofu M&M við Suðurlandsbraut 10
Ég óska sumum fyrrverandi samstarfsfélögum mínum hjá Men&Mice til hamingju. Það er búið að selja fyrirtækið og einhverjir munu hagnast um nokkrar milljónir þegar þau selja kaupréttinn sinn. Flestir samstarfsmenn græða þó auðvitað ekkert.

Stjórnendur og Stefnir sjóðir fá enn meiri hamingjuóskir enda að græða hressilega. Vel gert hjá þeim að neyða allt starfsfólk til að selja hlut og/eða kauprétt fyrir fáeinum árum á glórulausu verði. Á sama tíma lugu þau því að nýtt kaupréttakerfi yrði í boði fyrir alla. Hið rétta er að einungis nokkrir sérvaldir fengu kauprétt.

Þetta snýst jú allt um ykkur að lokum. Vonandi færir nýfenginn auður ykkur hamingju og hugarró.

Verður spennandi að sjá uppgjörið og reikna út hvað þau stálu af mér mörgum milljónum :-)

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 09/05/23 13:15 #

Svo því sé haldið til haga þá stóð víst til að bjóða mér kauprétt í vetur eftir að ég byrjaði að líta í kringum mig varðandi vinnu.

Það gerðist einfaldlega ekkert, ég sá aldrei neinn samning (kauprétturinn hefði ekki verið nærri því jafn hagstæður og aðrir höfðu) og svo var þetta allt að gerast alltof seint. Það er rosalega vont og niðurlægjandi að láta blekkja sig árum saman.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)