Örvitinn

voff

voff
Ég er umkringdur geltandi hundum.
Í nágrenni mínu búa þrír hundar. Þeir eru staðsettir í þríhyrningi og ég í honum miðjum.
Þar til ég flutti í Bakkaselið hefði ég skilgreint mig sem hundavin. Við áttum hunda í Garðabænum þegar ég bjó í foreldrahúsum og ég hændist mjög að þeim, einum þó sérstaklega.
En nú sit ég í stofunni minni, Inga María svefur úti í vagni og helvítis hundarnir gelta í kór. Inga María kippir sér svosem ekki upp við þetta, en þetta er óþolandi hávaði. Fólkið beint á móti mér er verst. Þau setja kvikyndið út eldsnemma á morgnana, jafnvel um helgar (helst um helgar!) og þar geltir kvikyndið frá því fyrir átta á morgnana.
Hugsið um helvítis hundinn ykkar, farið með hann út að ganga og þaggið niður í honum þegar hann geltir eins og óður fyrir framan útidyrahurðina ykkar.

dagbók