Örvitinn

árrisull

árrisull
Davíð Torfi sótti mig 6:30 í morgun og fórum við saman í World Class. Helvíti fínt að vera mættur svona snemma, þegar ég tek strætó er ég í fyrsta lagi mættur 7:10. Davíð er semsagt byrjaður í ræktinni aftur, vonandi tekst honum að halda sér við efnið í þetta skiptið.

Ég hljóp sex kílómetra í morgun. Ég er að spá í að breyta morgunplaninu mínu og í stað þess að hlaupa í 35 mínútur eins og ég hef gert hingað til ætla ég að hlaupa sex kílómetra, sama hversu langan tíma það tekur. Í morgun tók það mig um 33 mínútur, held ég fari ekkert undir 30 mínútur á næstunni, gæti þó gerst.

Var mættur til vinnu fyrir átta, eldaði hafragraut og skellti í hann þremur eggjahvítum. Sit fyrir framan tölvuna, forrita í C++ og hlusta á Belle and Sebastian.

Davíð sagði mér merkilegar fréttir af Regin, alltaf eitthvað að gerast.

heilsa