Örvitinn

seldi sálina

seldi sálina
Ég svaf lengi í morgun, var úrvinda eftir fótboltann í gærkvöldi. Það er ósköp notalegt að sofa frameftir einstaka sinnum (n.b. þegar ég sef frameftir vakna ég 8:30)

Ég seldi svo CCP sál mína í dag. Næstu fjóra mánuðir verða geðveiki, en skemmtileg geðveiki. Nú þurfum við að leggjast á eitt til þess að klára EVE.

Núna er ég sestur í sófann í kjallara höfuðstöðva CCP til að horfa á opnunarleik HM. Ég ætla að halda með Senegal.

dagbók