Örvitinn

Kominn aftur heim

Þá er sumarfríinu lokið. Ég lenti á Reykjavíkurflugvelli 18:10 eftir 40 mínútna flug frá Ísafirði. Það tók mig svo 30 mínútur í viðbót að komast á Klapparstíg þar sem CCP er til húsa. Þurfti að bíða í 20 mínútur eftir strætó sem gengur með 20 mínútna millibili.

Síðustu dagar hafa verið áhugaverðir. Við vorum semsagt í einbýlishúsi á Súðavík og keyrðum svo aðeins um Vestfirði og skoðuðum svæðið. Ég set inn myndir og ítarlegri frásögn síðar.

Ég verð einn heima fram á föstudag. Ég er óskaplega óvanur því að vera einn heima!!

dagbók