Örvitinn

ţetta gula ţarna

Sólin farin ađ skýna. Ekki fagna ég ţví neitt rosalega sitjandi fyrir framan tölvuna en vonandi skemmta stelpurnar sér vel í fjölskyldugarđinum.

Eitt geri ég ţó ţegar sólín sýnir sig, ég tek mér reykingarpásur. Ţá rölti ég upp á svalir, sest á bekk og anda ađ mér fersku lofti í svona svipađan tíma og reykingarpakkiđ reykir sínan rettu.

Ţađ er ljúft, ég segi ykkur ţađ.

dagbók