Örvitinn

ansjósur

Maturinn hér í CCP er misgóður. Í hádeginu var bara brauð í matinn sem er frekar fúlt. Sérstaklega þar sem það var bara súpa í hádeginu í gær. Kvöldmaturinn í gærkvöldi var reyndar fínn.

Í kvöldmatinn í kvöld er svo víst pasta með ansjósum og grænmeti. Hvað er í gangi, ég hélt það væri almennt viðurkennd staðreynd að ansjósur eru viðbjóður.

Það eru tvær konur sem skiptast á að elda fyrir okkur hér. Önnur þeirra er nýbyrjuð og það verður bara að segjast eins og er að hún er ekki að standa sig jafnvel og hin, sbr. hádegismatinn í dag og gær.

Salatið sem hún býður upp á er aldrei spennandi á meðan hin eldabuskan er iðulega með eitthvað gott salat með súpunni eða brauðinu.

Maður á svosem ekki að vera að kvarta undan ástandinu hér (og ég er svosem ekki beinlínis að því) en ég hef tekið þá ákvörðun núna að minnka brauðát næstu vikur/mánuði. Ekki halda að ég sé dottinn í eitthvað atkins rugl. Ég ætla að éta kolvetni áfram, bara að minnka við mig brauðið. Held nefnilega að ég borði of mikið brauð með matnum og borði þar af leiðandi of mikið. Flóknara er það ekki.


Uppfært 19:00

pasta með ansjósum var svosem ágætt. Salatið var metnaðarlaust. Fékk mér ekkert brauð en maula núna á hafrakexi.

dagbók
Athugasemdir

regin - 20/08/02 15:25 #

Það er nú e-r atkins lykt af þessari færslu.

Matti - 20/08/02 15:31 #

Það er kominn tími á léttjógúrt með vanillu. Ég er farinn að gleyma eftirmiðdagsmáltíðinni.

Annars er brauð drasl og ansjósur viðbjóður. Minnir mig. Eflaust verður þetta fínasti pastaréttur ...

Gyða - 20/08/02 22:12 #

Þú ert bara heppinn að hafa ekki verið hérna í mat í kjöt í káli með bræddu smjörlíki ofan á namm namm :-) Akkurat matur fyrir þig he he Gyða