Örvitinn

hvítlaukur er góður

Kvöldmatur hjá tengdó í gærkvöldi, Ása og Jens eru í heimsókn á Íslandi en þau búa semsagt í Danmörku. Ása er systir Ásmundar pabba Gyðu og Jens er danskur eiginmaður hennar.

Það var boðið upp á graflax í forrétt og svo nauta og lambakjöt í aðalrétt. Með þessu var meðal annars kartöflur og hvítlaukur og skyrsósa með fullt af hvítlauk. Ég borðaði náttúrulega yfir mig, var kominn með bumbu í gærkvöldi !!

Í morgun þegar ég vaknaði var ég svo að kafna í eigin andremmu. Ég og Stebbi fórum á players og horfðum á fótbolta. Fyrst leik Newcastle og Man City og síðan leik Liverpool og Southamton. Þetta fór allt vel, verst að Arsenal náði að jafna í sínum leik, hefði verið ennþá betri dagur ef þeir hefðu tapað fyrir West Ham.

Núna er ég í vinnunni, mætti þangað 16:30. Ætla heim í kvöldmat en mæti svo aftur í vinnu í kvöld. Beta testið er að fara í gang þannig að það er nóg að gera.

Ég tók engar myndir í matarboðinu í gærkvöldi vegna þess að konan mín skyldi myndavélina eftir í sveitinni :-| Þetta er sama konan mín og týndi síðustu myndavélinni okkar. Þessi er þó ekki týnd, bara á leiðinni í bæinn.

dagbók