Örvitinn

athugasemdir

Þessa stundina fæ ég ekki póst þegar nýjar athugasemdir eru settar inn. Ég sendi þetta í gegnum póstþjón símans og hann er væntanlega í einhverju rugli, eflaust hrikalegt álag á honum loksins þegar útlandatengingin komst í gagnið.

Það er að minnsta kosti það eina sem mér dettur í hug. Athugasemdir virka að öllu öðru leiti held ég.

Uppfært 17:00
Það var eins og mig grunaði, núna er ég að fá tilkynningu í pósti um að Regin hafi sett inn athugasemd...hálftíma eftir að hún var sett inn.

tækni