núðlur og skotapils
Ég hafði ekki lyst á brauðdraslinu sem boðið var upp á í hádeginu hér í CCP þannig að ég rölti á Núðluhúsið til að sækja mér eitthvað í gogginn.
Núðluhúsið var einu sinni rosalega ódýr staður en í dag kostar skammturinn af núðlum 850 krónum sem mér finnst ekkert rosalega ódýrt. Á móti kemur að skammturinn er stór, þannig að hann gæti jafnvel dugað tveimur. Veit ekki hvort maður getur keypt hálfan skammt.
Á laugaveginum er sægur af Skotum í Skotapilsum mættir til að sjá landsleikinn á morgun. Mig bráðlangaði til að spyrja þá hvort þeir væru stressaðir fyrir leikinn miðað við úrslitin þegar þeir spiluðu við Færeyjar, en þar gerður þeir 2-2 jafntefli og voru víst heppnir. En ég þorði því náttúrulega ekki.