Örvitinn

Inga María sefur

Ég ligg í sófanum og Inga María sefur liggjandi á bakinu á maganum á mér. Ég reyni að koma því þannig fyrir að það fari vel um hana. Er sjálfur dáldið aumur í bakinu en læt mig hafa það.

Gyða fór út í kvöld og skyldi mig eftir með stelpurnar :-)

Inga María vaknar um leið og ég reyni að leggja hana í sitt rúm, þannig ég hef þetta bara svona. Er með ferðavélina við hendina og fjarstýringarnar innan seilingar.

Vonandi hringir síminn ekki....

dagbók