Örvitinn

feminismi og póstmódernismi

Margar þeirra spurninga sem póst-módernismi er að kljást við, eru sprottnar upp úr sama jarðvegi og spurningar femínista, þótt nálgunaraðferðir og áherslur séu um margt ólíkar.

Má þar nefna að bæði femínistar og póst-módernistar hafa bent á, og varað við pólitísku valdi akademíunnar og sett spurningarmerki við hugmyndir um hlutlausa leit þekkingar og framleiðslu sannleika. Póst-módernistar hafna þannig alltumlykjandi frumfrásögnum (meta narratives), sem fela í sér algild lögmál um Sannleika og Réttlæti, (með stórum staf) sem gilda allstaðar, óháð tíma og rúmi. Dæmi um frumfrásögur af þessum toga er vestræn trú á vísindi og framfarir, svo og söguskýringar Marxisma, enda engin tilviljun að póst-módernismi sprettur upp úr ákveðnu fræðilegu og pólitísku tómarúmi sem myndaðist eftir að hrikta tók í stoðum Marxismans og fræðimenn á vinstri kantinum fóru að draga í efa þá algildu, en einföldu söguskoðun sem Marxisminn boðaði.

Þetta skrifar Þorgerður Þorvaldsdóttir. Þetta er líka ástæða þess að ég mun aldrei geta kallað mig feminista eða póstmódernista :-)

efahyggja feminismi