Örvitinn

sambandslaus

Internetsambandið í vinnunni liggur niðri og við náum ekki í kerfisstjórann. Ég get nú samt tengst servernum mínum og sé ekki betur en að fólk geti tengst honum. Eflaust er þetta einhver router eða switch hér innanhúss.

Þetta er agalegt ástand, ég er fréttaþyrstur.

Forsíðuviðtal við tengdaföður minn í helgardagblaðinu útaf megrunarkúrnum og bókinni. Mér þótti nú fátt merkilegt koma fram í þessu viðvali enda hef ég heyrt þetta allt áður.

Uppfært 15:20
Netið komið í lag, hugsanlega þetta sem olli þessu veseni.

dagbók