annars segi ég...
Annars segi ég allt ágætt. Liverpool gerði jafntefli við Celtic í gærkvöldi, hófu leikinn hræðilega en spiluðu svo fínan bolta á köflum. Vonandi klúðra þeir ekki heimaleiknum.
Þyngdaratala síðustu daga hefur verið óþolandi há. Eina skýringin á því er alltof mikið át á kvöldin.
Hef verið þokkalega duglegur að mæta í ræktina þessa viku, ætla að skella mér um tvö í dag. Helvíti fínt að brjóta upp daginn, geri svo ráð fyrir því að vinna fram á kvöld.
Nú eru tvær vikur í þrítugsafmælið hans Davíðs, það væri ágætt að fara að huga að afmælisgjöf. Er listaverk ekki voðalega móðins eða kemur eitthvað annað til greina?
óli - 14/03/03 11:06 #
Ég ræddi þessi mál við tilvonandi afmælisbarn, og við vorum sammála um að hann á allt sem honum vantar þannig að við styrkjum bara þrastavinafélagið eða kattavinafélagið í staðin með góða summu. Davíð var mjög ánægður með þetta hjá okkur, láta gott af sér leiða, gera góðverk, fyrir betri heim. Amen kv Ólafur Þrastavinur
Matti Á. - 14/03/03 11:13 #
Ef einhver á allt sem hann vantar liggur beinast við að gefa eitthvað sem hann vantar ekki ;-)
Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim, sem minna mega sín, þau eru systkyn þín
Orti skáldið sem gjöf til þjóðar.
Gott öl ei er þjóðarböl þó oft sé kvöl daginn eftir
Orti skáldið aftur á móti ekki. Því legg ég til að við drekkum öl og annað sull, grillum þresti og högum okkur eins og fífl, fyrir betri heim.
Óli - 14/03/03 14:06 #
Það var að koma út bókinn "Bifreiðaviðskipti á Íslandi, saga bílaviðskipta á Íslandi í 50 ár. Undirtitill á bókinni er "hvernig kaupa skal bifreið" Ég veit að hann verður sko ánægður með það, ég held nefnilega að það sé sérkafli um bílaviðskipti Davíðs í bókinni. Bókinn fæst hjá Eymundsson og kostar heilar 1500 íslenskar nýkrónur. Þar með er það mál leyst.