Örvitinn

Ræktin í morgun

Drullaði mér í ræktina í morgun eftir að ég skutlaði Kollu í leikskólann og Ingu Maríu til dagmömmu. Hljóp sex kílómetra en það hef ég ekki gert í alltof langan tíma.

Var rétt rúmar 32 mínútur í dag, tók mínútu pásu eftir fimmtán mínútur og gekk rólega. Ég er ekki í nógu góðu formi, þarf að hlaupa sex kílómetrana oftar, svona tvisvar í viku helst. Ég hef verið að fara sex kílómetrana á 30 mínútum hingað til, þannig að þetta er frekar dapur árangur.

Ég held það hafi munað miklu að ég gleymdi heyrnatólum og gat ekki hlustað á tónlist. Það er alveg nauðsynlegt að hafa sæmilega rokktónlist í eyrunum þegar maður er að hlaupa svo maður nái að gleyma stund og stað. Gott rokklag gerir það að verkum að fimm mínútur hverfa án þess að maður taki eftir þeim.

Þegar maður hefur enga tónlist til að hlusta á getur maður ekkert gert annað en að stara á mínúturnar líða hægt hjá.

heilsa prívat