Örvitinn

The bug - skáldsaga um hugbúnađarvillu

mynd af forsíđu The Bug
Klárađi ađ lesa The Bug eftir Ellen Ullman í gćrkvöldi, hafđi ćtlađ ađ bíđa međ lestur bókarinnar fram ađ sumarbústađarferđ en stalst til ađ kíkja í bókina og gat ekki hćtt.

Sagan gerist á árunum 1983-1985 og fjallar um starfsmenn hugbúnađarfyrirtćkis sem vinnur ađ ţví ađ smíđa gagnagrunnskerfi og gluggaviđmót en á ţessum tíma voru fyrstu gluggaviđmótin ađ verđa til. Fjallađ er um einkalíf helstu ađalpersóna, forritarans Ethan og prófarans Robertu en hún er sögumađur bókarinnar. Hugbúnađarvilla kemur upp í ţeim hluta kerfisins sem Ethan sér um en hvorki gengur né rekur ađ finna orsök villunnar sem lćtur á sér krćla á verstu mögulegu tímum. Á sama tíma er einkalíf hans í rúst og ekki hjápar ţađ til. Mikil pressa er á fólki, lokaskil fćrast nćr og fjárfestar verđa sífellt stressađari.

Ţetta hljómar vafalítiđ ekki spennandi en stór hluti bókarinnar hélt mér hugföngnum. Ţegar fjallađ er um hugarheim forritara í dauđaleit ađ villu finn ég til mikillar samkennar međ Ethan, sálarkreppurnar sem hann lendir í eru afskaplega kunnuglegar. Einnig gaman ađ ţeirri pólitík sem viđgengst í hugbúnađarfyrirtćkjum. Lýsingar á starfsumhverfi og ađferđum forritara eru ađ mörgu leiti mjög góđar, fjallađ er um hluti eins og kóđarýni, aflúsun (debugging) og Source Control. Vissulega vćri hćgt ađ finna eitthvađ ađ lýsingum hér og ţar en ţá vćri mađur kominn út í hártoganir.

Oft fannst mér tćknilegt umhverfi bókarinnar vafasamt miđađ viđ hvenćr hún gerist en ég verđ ađ játa ađ ég hef ekki nćgilega ţekkingu á stöđu tćknigeirans á ţessum tíma. Ég geri ráđ fyrir ađ höfundur bókarinnar hafi góđa ţekkingu á ţessu enda starfađi hún í hugbúnađargeiranum á ţessum árum.

Ég fullyrti viđ Gyđu í gćr ađ hún myndi ekkert hafa gaman ađ ţessari bók en ég veit ekki alveg hvort ţađ er satt. Ţetta er ekki bara bók um forritara í villuleit heldur einnig manneskjur og brestina í lífi ţeirra.

Ađ mínu mati, frábćr skáldsaga.

Umfjöllun New York Times
Slashdot ţráđur um The Bug

bćkur