Örvitinn

Fimmti leikskóladagur

Skutlaði stelpunum á leikskólann í morgun, fór inn með Ingu Maríu sem settist og fékk sér morgunmat, er voðalega dugleg að setja sjálf í skálina sína.
Ég kvaddi hana eiginlega strax, hún sýndi ekki mikil viðbrögð. Kvaddi mig ekki en var heldur ekkert fúl. Mér þótti samt frekar erfitt að hún skyldi ekkert kveðja mig en hún gerði það síðast. Ég held að hún hafi verið of upptekin við að fylgjast með hinum krökkunum núna.

Stefnan er að hún taki lúrinn sinn á leikskólanum í dag, vonandi gengur það allt saman vel. Hún vaknaði klukkan sex í morgun, þannig að væntanlega verður hún úrvinda í hádeginu. Ég er fyrst og fremst hræddur um að hún verði of þreytt. Jæja, Vilborg (deildarstjórinn á bangsadeild) hringir í mig ef eitthvað fer úrskeiðis.

13:45
Hringdi og talaði við Vilborgu, þetta gengur voðalega vel. Inga María sefur, sofnaði eins og hún hefði aldrei gert annað en að fá sér blund með öðrum krökkum í leikskólanum! Ég sæki hana klukkan þrjú.

17:20
Sótti stelpurnar rétt fyrir þrjú, Inga María og Kolla voru báðar úti að leika sér. Vilborg sagði að þetta hefði gengið rosalega vel og að segja mætti að aðlöguninni væri lokið Þar hafið þið það, Inga María er orðin fullnuma leikskólastelpa :-)

fjölskyldan prívat