Örvitinn

Hundrað og tuttugu gígabæt

Fyrsti harði diskurinn sem ég eignaðist var 20MB, gríðarstór diskur sem ég sá ekki fram á að ná nokkurn tíman að fylla. Hann kom með IBM XT 286 tölvu sem ég keypti mér, 6mhz tryllitæki með VGA skjá. Djöfull var það kúl græja, sérstaklega þegar maður spilaði sierra ævintýra leikina.

Í dag keypti ég mér 120GB disk, 6000 sinnum stærri en fyrsti diskurinn, hef aldrei borgað jafn lítið fyrir harðan disk, 12.999.- kr

Ég sé fram á að fylla hann fyrr en varir.

græjur