Örvitinn

Út í buskann

Ég er alveg andlaus, veit ekki hvað ég á að gera. Hef svosem nóg af hlutum sem ég þarf að kíkja á, t.d. þarf ég að kynna mér .Net og J2EE betur ef ég kemst í starfsviðtöl á næstunni.

Ætla að skella mér í hjólatúr, hjóla út í buskann. Geri það í staðin fyrir að skokka í dag.

14:30
Jæja, kominn til baka og búinn að fara í sturtu.
Hjólaði í gegnum Fossvoginn, meðfram Öskjuhlíðinni og svo í Bókhlöðuna. Settist þar niður og kíkti í blöðin, fyrst dagblöðin en gluggaði svo í fjögur síðustu eintök Skeptical Inquirer.
Gekk örna minna í Bókhlöðunni í afskaplega ósnyrtilegu salerni, kunna karlkyns Háskólastúdentar ekki lengur að skeina sér?
Kíkti yfir í Bóksölu Stúdenta og renndi yfir úrvalið af tölvubókum, heldur þótti mér það rírt. Blaðaði í gegnum fyrstu kaflana í Expert One-on-One J2EE Design and Development sem mér sýnist nokkuð góð.
Hjólaði sömu leið heim í mótvindi, ferðin gekk þó vel, brekkan upp Seljahverfið helsta hindrunin.

Þyngdin við heimkomu 84,5kg

dagbók prívat