Örvitinn

Dagurinn í dag

Stelpurnar fóru á frumsýninguna á Dýrin í Hálsaskógi í dag, voru afskaplega kátar með þetta, Inga María og Kolla skemmtu sér báðar mjög vel. Inga María sat víst stjörf allan tímann.
Á meðan stelpurnar voru í leikhúsinu sat ég heima og fylgdist með gangi mála í leik Liverpool og Blackburn, Liverpool vann 3-1 en Milan Baros virðist hafa ökklabrotnað og Carragher meiddist líka, þannig að ekki var þetta áfallalaust.

Inniboltinn hófst í dag, frábært að komast loksins í bolta aftur. Hef ekki sparkað bolta síðan ég spilaði síðasta leik með Henson. Boltinn var fínn, ég gerði bæði snilldar hluti og hræðilega lélega hluti. Kýs samt að muna aðallega eftir snilldartilburðunum :-) Ég er í fínu formi, gat hlaupið allan tímann og átti nóg eftir, var stundum latur en held það hafi verið vegna þess að ég var með smá harðsperrur í fótum eftir lyftingar í gær.

Gyða er farin á skrall með vinkonum sínum, ég sit hér heima. Stelpurnar sofnaðar og ég búinn að planta mér fyrir framan sjónvarpið með einn bjór í hendi. Plan kvöldsins, glápa á imbann og ráfa um internetið.

dagbók prívat