Örvitinn

Beðið eftir þjónustufulltrúa símans

"Því miður eru allir þjónustufulltrúar uppteknir....."

Jæja, ég kemst ekki í tölvupóstinn minn alveg strax, fjandakornið. Alveg er ég viss um að ég hef fengið einhvern ofsalega merkilegan póst í þetta skiptið.

En lexía dagsins er semsagt að skrá hjá sér smáatriði eins og lykilorð á vísan stað (ekki á brigðula ferðatölvu), maður á það til að gleyma svona smotteríi á þremur árum.

Þessi tónlist í símanum hjá Símanum er ekki alveg að gera sig.

"Því miður eru allir þjónustufulltrúar enn uppteknir....."

dagbók