Örvitinn

Ætla ekki að kæra!

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að "Filippeyska fjölskyldan sem varð fyrir því að hópur ungra manna ruddust inn í íbúð hennar í Seljahverfi á mánudagskvöld, með því að mölbrjóta útidyrahurðina, ætlar ekki að kæra húsbrotið"

Það sem ég er að velta fyrir mér er, skiptir það einhverju máli? Varla fellur málið niður þó þau kæri ekki? Lögreglan hlýtur að rannsaka málið og ákæra þessa fábjána - eða hvað?

Ætli löggan taki bara Olíufélögin á þetta? Það kemur reyndar fram í fréttinni að lögreglan er að rannsaka málið og hugsanleg tegnsl við annað mál.

En skiptir það máli á Íslandi í dag hvort fórnarlamb glæps kærir hann eða ekki svo lengi sem lögreglan hefur vitneskju um hann? Hvað segja lögfræðingar?

pólitík
Athugasemdir

Regin - 26/09/03 10:22 #

Svarið við þessari spurningu er eftirfarandi. Í 24. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir " Sérhver refsiverður verknaður skal sæta opinberri ákæru, nema annað sé sérstaklega ákveðið í lögum." Sem sagt er meginreglan að öll þau afbrot sem talin eru upp í almennum hegningarlögum sem og sérrefsilögum sæti opinberri ákæru,nema annað sé ákveðið í lögum.

Samkvæmt almennum heningarlögum sæta ekki opinberri ákæru nema að kröfu brotaþola; minniháttar líkamsárás skv. 217. gr., kjaftagangur skv. 230. gr.,húsbrot skv. 231. gr. ærumeiðing skv. 232. gr. og minniháttar skemmdarverk skv. grein sem ég man ekki :)

Svo er bara spurning hvort að þessi skemmdarverk sem fjölskyldan varð fyrir séu minniháttar/meiriháttar.

Matti Á. - 26/09/03 12:10 #

Sástu þetta ekki í fréttum, bókstaflega allt var brotið og bramlað í íbúðinni, þannig að skemmdarverkið hlýtur að teljast meiriháttar.

Gyða - 26/09/03 15:59 #

ég túlka þetta þá þannig að lögreglan getur sleppt því að halda áfram með málið og farið í lögfræðilegar vangaveltur um hvað sé minniháttar og hvað meiriháttar!!
Gyða