Örvitinn

Skar af mér puttann

Ég ýki reyndar örlítið, en þegar ég var að skera laukinn í kvöld gleymdi ég mér augnablik og skar mig fremst á baugfingri vinstri handar. Það er ekkert sérlega gott að skera sig með grófum ikea hníf, fannst þetta taka óratíma þegar ég renndi hnífnum í holdið.

Veit samt ekki hvort var aumara, puttinn eða stoltið. Hverslags bjánar skera sig í puttann?

Skarta appelsínugulum plástri með kátum fílum.

dagbók