Örvitinn

Nýjar myndir

þjóðrembingur

Var að setja inn myndir frá afmælinu hennar Ásthildar og skírn Ásdísar Birtu.

Ég setti inn nýjar myndir í kjölfar þess að ferðavélin er komin í gang, enda er kortalesarinn minn í ferðavélinni. Fleiri myndir eru á myndasíðunni.

Myndin hér til hliðar er merkileg fyrir nokkrar sakir. Í fyrsta lagi er þetta ein af þremur myndum af mér í þessum seríum. Einhvern vegin er það þannig að enginn nennir að taka myndir af mér á þessum samkomum.
Í öðru lagi er myndin tekin eftir skírn. Ég var afskaplega þægur strákur í skírninni hennar Ásdísar Birtu og hló aldrei (upphátt). Var bara duglegur að taka myndir meðan aðrir fóru með faðirvorið og trúarjátninguna.
Í þriðja lagi er íslenski fáninn í bakgrunni, en hann er eins og allir vita byggður á hinum kristna krossi. Íslendingar eru víst kristnir.

dagbók prívat