Örvitinn

Borg Guđs

Kíktum á myndina Borg Guđs á DVD í kvöld. Helvíti fín mynd sem fjallar um átök glćpahópa í fátćkrahverfi Ríó De Janero. Ađalpersónan leiđir okkur í gegnum söguna og segir frá ţví hvernig líf og örlög fólksins spinnast saman.
ađalpersóna myndarinnar mundar myndavél
Hörkumynd sem byggir á sannsögulegum atburđum. Makalaust hvernig raunveruleikinn (eđa ţví sem nćst) getur veriđ merkilegri en nokkur skáldskapur, ţađ vćri áhugavert ađ komast ađ ţví hversu raunsönn myndin er. Mćli hiklaust međ henni. Gyđu ţótti myndin langdregin á köflum en ég er ekki sammála. Borg Guđs er tilnefnd til fjögurra óskarsverđlauna, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Ég tók reyndar eftir ţví ađ klipping myndarinnar var helvíti flott, geri samt ekki ráđ fyrir ađ hún fái styttu.

Ţetta er íslenskur DVD diskur ţannig ađ ekkert aukaefni er á honum, hljóđiđ er í stereó og myndin er ekki í breiđtjaldsútgáfu. Dáldiđ ódýrt ađ mínu mati en skárra en vídeó. Ég hefđi haft mikinn áhuga á mögulegu aukaefni ţessara myndar, t.d. umfjöllun um umhverfiđ sem myndin er sprottin úr, viđtöl viđ persónurnar sem myndin fjallar um og eitthvađ í ţá áttina.

kvikmyndir