Nördaútsala OK
Kíkti með vinnufélögum á lagerútsölu Opinna Kerfa í hádeginu. Lagerinn var kjaftfullur af nördum af öllum stærðum og gerðum. Ég var ekki mættur á svæðið til að kaupa eitthvað, sá ekkert áhugavert hvort sem er.
Skylst að allsskonar netbúnaður hafi verið á sæmilegu verði. Allar verðmerkingar voru reyndar án virðisaukaskatts, spurning hvort einhverjir hafi látið glepjast. SCSI<->USB tengi var dálítið áhugavert og kostaði einhvern smápening, ég er með SCSI skanna heima sem ég hef ekki getað notað í nokkur ár. Reyndar búinn að setja hann út í bílskúr, ætli næsta stopp sé ekki á Sorpu.
Það var löng röð að afgreiðslunni, fólk búið að hlaða á sig prenturum, ferðatölvum og tölvuskjám. Ég sá ekki að verðið á þessu drasli væri það merkilegt að það væri einhver ástæða til að missa vatn útaf því.
Líklega er ég bara bitur út í liðið sem gekk út með fartölvur :-)
jonarnar - 07/05/04 15:55 #
Verð að segja að þetta var varla þess virði að rúnta upp á höfða. Og svo var vínarbrauðið og kaffið búið um eittleytið... var raunar kominn með 128Mb sdram kubb í biðröðina en nennti ekki að eyða hádegismatnum í biðröð.