Örvitinn

Þyrpingar skynvillan, klasa misskynjunin, knippis tálsýnin

Hvað af eftirtöldu er besta þýðingin á clustering illusion ? Þyrping finnst mér eiginlega besta orðið fyrir cluster, skynvillan er svo ansi gott orð fyrir illusion í þessu samhengi. Hvernig er Þyrpingar skynvillan? Best að rumpa þessari þýðingu af. Er sífellt að pæla í þessu, sérstaklega þegar umræða skapast um eitthvað hér á landi eftir að nokkur tilvik eiga sér stað á stuttum tíma.

Ýmislegt
Athugasemdir

Halldór E. - 07/06/04 23:23 #

Blessaður, ég tek undir að skynvilla sé hentugasta hugtakið hér. Hér er ekki um tálmynd, tálsýn eða blekkingu að ræða. Hins vegar finnst mér ekkert hinna orðanna vera nægilega gagnsætt til að vera lýsandi. Þannig tók það mig tíma að sjá að Knippis er ekki nafn á einstaklingi sem benti á villuna heldur knippi. Klasa-hugtakið notar ENGINN sem ekki er tölvunörd og þyrping er minnir á enn eitt fyrirtækið í eigu Gaums. Ég myndi halda að "magnvillan", "tölfræði skynvillan" eða "skynvilla tölfræðinnar" væru betri þýðingar.

Matti Á. - 07/06/04 23:31 #

Þetta eru orð sem ég fékk úr ensk-íslensku skóla orðabókinni, ég á því miður ekki stóru bókina.

Það nota væntanlega einhverjir klasa, t.d. vínberjaklasa ;-)

Magnvillan er ansi gott, tölfræði finnst mér aðeins of víðfemt hugtak í þessu samhengi. Magn skynvillan.. nei, magnvillan er betra.

Takk fyrir svarið - ég er alveg úti á þekju í þessum þýðingum :-)

Eggert - 07/06/04 23:56 #

Hvað með 'falskt samhengi'? Þ.e.a.s. reynt er að búa til samhengi úr tveimur tilviljunum?

Skúli - 08/06/04 00:09 #

Nei, það fer of langt frá upphaflegu merkingunni. Þótt tillaga Ella sé ekki alveg í anda hennar heldur er hún svo hnitmiðuð og sterk. Að því leyti stendur hún framar þeim ágætu tillögum sem Matti kemur með hérna.

Ég myndi örugglega kippast við ef ég fengi það framan í mig að ég væri haldinn MAGNVILLU (vá). Ef einhver hins vegar bögglaði því út úr sér að ég væri blindaður af KNIPPIS SKYNVILLU myndi ég fremur skella upp úr.

Ég veit það ekki. Kannske er þetta bara ÞYRPINGAR TÁLMYND hjá mér. ;)

Matti Á. - 08/06/04 00:50 #

Ég hef ákveðið að nota magnvilla. Þarf að finna eitthvað fyrir cluster, því það kemur víða fyrir, og held að þyrping sé ágætt orð fyrir það, verð þó að gæta þess að skýra þetta betur.

Mér finnst enska hugtakið cluster þjált og skýrt en á erfitt með að finna nothæft orð á íslensku fyrir það.