Örvitinn

Úrslitaleikur EM

Viđ sváfum mjög vel fyrstu nóttina í il Lebbio, vorum ađ koma okkur á fćtur ţegar klukkan var langt gengin í tíu. Slöppuđum af til hádegis og skelltum okkur á veitingastađ í nágrenninu klukkan eitt.

Ég ákvađ ađ gera ţetta almennilega, fékk mér forrétt, fyrsta rétt og annan rétt. Í forrétt fékk ég afskaplega góđan rétt, svínakjöt međ trufflusveppasósu, parmesan og basiliku. Í fyrsta rétt fékk ég breitt tagliatelle međ kjötsósu og í annan rétt kanínu í hvítvíni. Ég sleppti desert eftir ţessi herlegheit. Ađrir í hópnum fengu sér forrétt og annađ hvort fyrsta eđa annan. Mér finnst allt í lagi ađ borđa á Ítalska vísu eins og einu sinni í viku ţegar viđ erum stödd hér.

Inga María sefurEftir matinn skelltum viđ okkur í laugina, mingluđum nákvćmlega ekki neitt, rćddum ekkert viđ hina íslendingana, vorum međ bćkistöđ hinum megin viđ laugina, ekki ađ ţađ eigi ađ skipta nokkru máli. Laugin er góđ og ég tók nokkra sundspretti. Merkilegt međ sundiđ, ég kann ekki ađ synda rólega, jogga í sundi, tek bara endalausa spretti og er ţví móđur og másandi eftir tvćr ferđir fram og til baka í stuttri sundlaug. Stelpurnar skemmtu sér vel í lauginni og barnalaugin kom sér afskaplega vel. Inga María var úrvinda eftir busliđ og sofnađi fyrir framan tölvuna ţar sem ţćr systur voru ađ horfa á ćvintýri Bangsímon.

Ég eldađi sjávarréttarisottó og túnfiskpasta í kvöldmatinn. Ţegar eldamennskan var byrjuđ komst ég ađ ţví ađ hvort salt né pipar var til í húsinu. Ég neita náttúrulega ađ elda viđ svoleiđis ađstćđur ţannig ađ ég og Gyđa skutumst í búđ sem er rétt hjá. Fengum stóran dunk af salti en piparinn var afgreiddur í bréfpoka, nćgilegt magn til ađ duga okkur út vikuna. Ég var samt ađ segja viđ Gyđu ađ mér langar ađ kaupa mér almennilega piparkvörn ef viđ rekumst á slíkt í ferđinni. Túnfiskpastađ var óhefđbundiđ, mosarella ostur, hvítlaukur, capers, túnfiskur og basilika mynduđu grunn.

Úrslitaleikur EM var um kvöldiđ og allt fór á versta veg ađ mínu mati, hundleiđinlegir og varnarsinnađir Grikkir unnu. Vissulega spiluđu ţeir góđa vörn í keppninni og náđu ađ pota inn mörkum í föstum leikatriđum eđa hrađaupphlaupum, en fjandakorniđ, ţetta var hundleiđinlegur leikur og hundleiđinleg úrslit. Ég drakk fleiri bjóra ţetta kvöld en nokkuđ kvöld áđur í ţessari ferđ, held ég hafi klárađ fjóra flöskubjóra um kvöldiđ ásamt örlitlu hvítvíni og rauđvíni. Varđ ekki var viđ eigin ölvun en kannski fundu ađrir fyrir henni.

Toskana 2004 prívat