Útsýni
Villan þar sem við vorum eina viku af þremur í Toskana var uppi í fjallshlíð. Útsýnið var einkar skemmtilegt en það var ekki fyrr en síðasta daginn sem sjórinn sást almennilega, hugsanlega vegna þess að það var laugardagur og loftmengun því kannski minni en hina dagana.
Þó hraðbrautin sjáist í fjarska var hún of langt frá til að eitthvað heyrðist í umferð.