Örvitinn

BitTorrent

Með hjálp BitTorrent sótti ég í nótt leik Liverpool og Norwich. Skrárnar tvær, samtals um 1GB mpeg skrár, biðu eftir mér þegar ég fór á fætur og þessa stundina glápi ég á leikinn. Á sunnudögum er ekkert borgað fyrir niðurhal hjá Og Vodafone :-)

BitTorrent er áhugavert fyrirbæri og ekki skemmir fyrir að það er útfært í Python og wxPython.

tækni
Athugasemdir

Einar Örn - 26/09/04 09:54 #

Hvar í ósköpunum fannstu Liverpool leiki sem BitTorrent skrár?

BitTorrent er náttúrulega snilld og í raun lang sniðugasta p2p forritið, fyrir utan það að við Íslendingar þurfum að borga fyrir erlent niðurhal. En til dæmis til að nálgast heilar plötur, þá veit ég ekki um betri kost.

Björn Friðgeir - 26/09/04 11:03 #

Aðeins 500 meg frítt á sunnudögum... blessað smáaletrið. Þannig að þetta er sirka 1200 kall sem þetta kostaði þig?

Matti Á. - 26/09/04 11:07 #

fjandakornið :-| Nú er gott að vera nettengdur á kostnað annars :-)

Er smáa letrið í auglýsingunum?

Björn Friðgeir - 26/09/04 11:25 #

Þetta er það sem er linkað beint af forsíðunni. Reyndar ekki mjög smátt letur, en fyrirsögnin sannarlega villandi. Farðu í mál!

Matti Á. - 26/09/04 11:43 #

Er þetta ekki gamla reglan, ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það ekki satt.

Fer í mál ef vinnuveitandi minn gerir athugasemd :-)