Örvitinn

Hoppað og skoppað

Tók nokkrar myndir af stelpunum hoppandi og skoppandi í holinu á miðhæðinni í kvöld. Kolla vill voða lítið sitja fyrir en mér tókst að plata þær til að hoppa fyrir mig, eftir að Kolla sá mynd af Ingu Maríu var hún ólm að taka þátt í leiknum.

Þar sem ég er latur ljósmyndari nennti ég ekki að færa mig og því er bakgrunnurinn ómögulegur en á móti kemur að sjónarhornið er ágætt þar sem ég sat í stigangum. Einnig eru þær stundum dálítið hvítar í framan útaf flassinu, en það skiptir ekki máli, stemmingin skiptir máli :-)

myndir
Athugasemdir

Sirrý - 30/09/04 11:34 #

Vá þetta eru ekkert smá flottar myndir.

Matti Á. - 30/09/04 13:32 #

Það finnst mér einmitt líka :-)