Örvitinn

Yndislegir kennarar

Æi hvað þessir kennarar eru yndislegir.

Hátekjuvinnuna miklu sem fólk með stúdentspróf eitt að vopni slær út í launum og er svo bara hneykslað að maður sé ósáttur við kjörin #

Ég er "fólk með stúdentspróf eitt að vopni". Glæpur minn? Ég benti á að 175.000.- kr á mánuði útborgað væru ekkert sérstaklega slæm kjör fyrir níu tíma vinnudag, virka daga fulla vinnu auk fimm tíu yfirvinnutíma á viku. Ég var ekki hneykslaður, það er bara lygi, en ég gerðist svo djarfur að setja mína skoðun fram. Langt síðan maður hefur rekist á svona hressilegan menntahroka, spurning um að ég drífi mig í að klára helvítis BS gráðuna svo kennaranum líði betur.

Ég hef alveg samúð með því að kennarar séu stressaðir og að það sé búið að peppa þá upp. En viðbrögð þeirra við gagnrýni og umræðu er að mínu mati í sumum tilvikum alveg út í hött. Auðvitað á þetta ekki við um alla kennara.

Kennarar eru flestir gott fólk og eiga næstum allir skilið betri laun. Það er mín skoðun og um hana þarf ekki að hafa fleiri orð.

pólitík
Athugasemdir

Einar Örn - 14/10/04 00:19 #

Hvernig tekst þér alltaf að þefa upp rifrildi á einhverjum bloggsiðum, sem maður hefur aldrei heyrt um?

Magnað :-)

Matti Á. - 14/10/04 00:25 #

Þetta er einhver undarleg árátta :-) Ég rakst á þetta blogg á nýja rss yfirlitinu og gat ekki setið á mér, hef samt reynt að halda að mér höndum varðandi kennaraverkfallið - gengur greinilega ekkert mjög vel.

Svo virðist eitthvaði í fasi mínu og framgöngu stuða sumt fólk verulega. Samt átta ég mig ekki alveg á þessum heiftarlegu viðbrögðum í þessu ákveðna tilviki, fannst þetta frekar saklaus ábending og alls ekki sett fram á ókurteisan máta.

Tryggvi R. Jónsson - 14/10/04 00:53 #

Tvö tiltölulega ótengd hugtök sem gætu hjálpað þér að skilja þessa "yndislegu" kennara: Return Of Investment og Cognitive dissonance.

Erna - 14/10/04 02:44 #

Heh... þú hittir nú oft naglann á höfuðið Matti. Ég styð reyndar baráttu kennara af fullum hug. En mér fannst það góður punktur hjá þér að benda á að ALLIR sérfræðingar taki með sér vinnuna heim, ekki bara kennarar.

Það er eins og sumir haldi að allt háskólamenntað fólk fái hærri laun en kennarar.

Ég er lífefnafræðingur að mennt og þegar ég lauk mínu háskólaprófi fyrir fimm árum síðan fékk ég 170 þúsund krónur í mánaðarlaun, punktur. Ég vann að meðaltali 10 tíma á dag, og tók ávallt með mér vísindagreinar heim að lesa um helgar. Sumsé, örugglega tæplega 60 tíma vinnuvika, og engin yfirvinna borguð. Og ég var ekki ríkisstarfsmaður, þannig að ég var að fá hærri laun heldur en vinir mínir sem unnu við rannsóknir á opinberum stofnunum. Og ég var bara ansi ánægð, því mér fannst vinnan mín skemmtileg.

Þess vegna fer það stundum í taugarnar á mér þegar kennarar reyna að láta það líta út eins og enginn fái lægri laun en þeir eftir Háskólanám.

En það þarf ekki að þýða að mér finnist ekki kennarar eigi betra skilið...

skúli - 14/10/04 10:05 #

Sú hugsun að byggja launakröfur á réttindum, s.s. gráðum, starfs- eða lífaldri, er úreld að mínu áliti. Miklu nær væri að koma á kerfi sem gerir skólastjórum og sveitarfélögum kleift að launa kennara eftir hæfni. Þannig hefði hver skóli tiltekna upphæð sem tekur mið af fjölda stöðugilda og stjórnandinn gæti umbunað því fólki sem hann telur mikilvægast með launahækkunum.

Þar með myndu óhæfir kennarar smám saman hverfa úr stéttinni og finna sér störf sem henta betur hæfileikum þeirra en dugnaðarforkar og pedagógar af Guðs náð myndu fljótt sjá ávöxt erfiðis/hæfileika á launatékkanum.

Ég skil raunar ekkert í því af hverju nýráðnir kennarar sætta sig við það, eins og málum er háttað í dag, að vera með 20-30% lægri laun og meiri kennsluskyldu heldur en þeir sem lengri reynslu hafa og eru eldri. Eðli málsins samkvæmt er starf þeirra erfiðara sökum reynsluleysis.

Hér er í raun verið að mismuna fólki á grundvelli aldurs.

Matti Á. - 14/10/04 10:11 #

Tek undir þetta heilshugar Erna og Skúli.

Ein af kröfum kennara í þessum samningum er að minnka svigrúm skólastjóra til að gera upp á milli kennara. Ég fatta það ekki.