Örvitinn

Samskot í messum (kirkjubetl)

Af gefnu tilefni langar mig ađ vitna í Blekking og ţekking eftir Níels Dungal. Pikkađi ţetta inn í kvöld, vona ađ ég hafi náđ ađ laga flestar innsláttarvillur. Á ađ vera međ bókina á stafrćnu formi en finn ekki.

Ţegar ég las tilvitnunina í biskupinn og viđbrögđ djáknans rifjađist eftirfarandi frásögn úr inngangi bókarinnar upp fyrir mér.

..Áriđ 1936 var ég staddur á páskunum í Ítalíu, ţá í Palermo á Sikiley. Ég fór ţar í hina fögru kirkju, sem kennd er viđ Monreale, og er talin einhver fegursta kirkja í heimi. Kirkjan er öll eitt listaverk og hin íburđamesta, sem ég hef séđ, ađ undantekinni Péturskirkjunni í Róm. Marmarasúlur og líkneskjur, mósaik, fagrar litađar glerrúđur og dýrindis skraut um alla innanverđa kirkjuna, gerđi hana ađ einu stóru, fögru listaverki, sem sýnilega hafđi kostađ of fjár.
Stór hópur presta og preláta sat í kór, en viđ messugerđ voru ekki nema tiltölulega fáar sálir, fćrri en prestarnir, og mest allt aldrađar konur, fátćklega klćddar, flestar međ sjöl yfir sér. Sýnilega var ţetta allra fátćkasta fólkiđ í bćnum. Flest af ţessu fólki var horađ og tekiđ í andlitinu, og var ég ađ hugsa um, ađ líklega vćri sumt af ţessu fólki, sem ekki vissi, hvađ ţađ ćtti ađ borđa um hátíđina. .. ..
Allt í einu koma tveir kórdrengir niđur, hver frá sinni hliđ, og rétta skaftpotta á löngum sköftum til fólksins. Ţeir rétta pottinum fyrir hvern mann og flestir láta einhverja peninga í hann. Mér varđ litiđ til hinna sćllegu presta í sínum dýrindis skrúđum í ţessari íburđarmiklu kirkju – og svo á ţetta vesalings fátćka fólk, sem virtist hvorki eiga í sig né á. Hvernig gátu ţeir ćtlazt til ţess, ađ ţessar bláfátćku konur fćri ađ leggja fram fé til ađ kosta ţessa dýru höll og ţessa fínu og sćllegu presta? Og mér fannst kirkjan ekki eins fögur eftir ađ hafa séđ ţetta, og ég fékk óbeit á ţeirri stofnun, sem ţannig gat hagađ sér. Ţađ gat veriđ ađ fólkiđ vćri sćlt í ţessari trú, en fyrir ţađ ţá, sem utan viđ stóđu og reyndu ađ líta á hlutina međ opnum augum og óbrjálađri skynsemi, var hér voldug stofnun og stórauđug, sem notađi sér fáfrćđi og trúgirni til ţess ađ efla vald sitt og auđ. Hvađ höfđu ţessar fögru og miklu kirkjur raunverulega kostađ? Voru ţćr ef til til vill ekki eins dásamlegar, ţegar öllu var á botninn hvolft? Var ekki svo ađ ţćr hefđu ekki ađeins kostađ miljónir og aftur miljónir, heldur harđstjórn andlegs valds, sem hélt allri ţekkingu niđri öldum saman og rakađi saman fé í skjóli trúgirninnar og fáfrćđinnar? Voru allar ţessar mörgu og fögru kirkjur jafnmörg og glćsileg minnismerki um mannlega heimsku? Skyldi mannkyniđ eiga eftir ađ líta á ţessi miklu og fögru mannvirki eins og hegningarhús, sem heimskir menn reistu handa sjálfum sér til ađ láta typta sig ţar og féfletta, ljúga sig fulla og láta forheimsa sig frá blautu barnsbeini?

kristni