Örvitinn

Ópið

Það er stundum erfitt að vera til.

Reyndar var ekkert í gangi, við vorum í IKEA síðustu helgi og Kolla var með einhverja smá stæla. Örskömmu síðar var hún ljúf sem lamb.

Ætli það væri ekki best að ljúga því að þetta hafi verið viðbrögð hennar við spagettínu á veitingastað IKEA, barnaspagettíið þar er viðbjóður, en stelpurnar kvörtuðu reyndar ekki!

myndir
Athugasemdir

Arnaldur - 22/10/04 21:16 #

Barnaspagettí er vandað orð!