Kolla með ælupest
"Pabbi ég þarf að æla" sagði Kolla þar sem hún stóð í rúminu mínu í morgun. Hún var varla búin að sleppa orðinu þegar gusan kom úr henni. Þetta er ekki þægilegasta leiðin til að vakna á morgnana. Ælan lenti að mestu leyti á sænginni og sem betur fer var þetta ekkert mjög mikið.
Skutluðum Ingu Maríu í leikskólann og sitjum nú í sófanum og horfum á Cartoon Network. Kolla er þokkalega hress, skúringarfatan er innan seilingar.
Ég tek morgunvaktina, Gyða leysir mig af í hádeginu.
Athugasemdir
Gyða - 04/11/04 10:22 #
já skal reyna að muna DVD ekki vídeó :-) Flott að hún sé ekki heit, bið að heilsa henni