Stelpurnar
Gyða þurfti mynd af stelpunum til að setja í jólakort sem hún sendir til Bandaríkjanna. Ég gerði tvær tilraunir til að taka myndir en það fór gjörsamlega út um þúfur. Endaði á því að velja þokkalegar myndir af þeim og setja saman í eina.
Áróra er eflaust ekkert rosalega ánægð með sína mynd en okkur finnst hún flott.