Ennþá í vinnunni
Er í vinnunni þrátt fyrir að hafa mætt klukkan níu í morgun. Er að ganga frá verkefni sem þarf að komast í loftið núna. Alltaf gaman að því.
Þegar það project er afgreitt (í fyrramálið) er það næsta verkefni sem þarf að klára núna og svo eitt til.
Gaman að þessu, fínt næði og gengur vel. Akkúrat núna er ég í fasa sem ég kýs að kalla "beðið eftir buildum". Fer svo heim eftir að ég set aðal buildið af stað enda tekur það a.m.k. tvo tíma.
Væri að moka inn yfirvinnutekjum ef ég skuldaði ekki helling af tímum útaf svefnvandræðum og afmælisundirbúning.