Bás skreyttur með sjálfsmynd
Á meðan build mölluðu í gærkvöldi skreytti ég básinn með sjálfsmynd.
Ég var ekkert að vanda mig neitt rosalega þegar ég festi þetta upp enda tollir þetta illa með teiknibólum og er þar af leiðandi þrælskakkt - en það gerir ekkert til. Hefði átt að líma þetta saman á gólfinu, geri það næst. Atli aðstoðaði mig við uppsetningu, annars hefði ég aldrei náð að klára þetta.
Myndina gerði ég með Rasterbator sem ég sá vísuan á hér. Prentaði út með laserprentara, næst þegar ég er að vinna fram á nótt misnota ég litaprentarann :-) (nei, segi bara svona)
Ef ykkur langar til að skreyta vinnurýmið með risastórri mynd af mér skal ég glaður senda ykkur pdf skjalið :-P Myndirnar af básnum tók ég með myndavélasíma sem ég fékk lánaðan.
Matti Á. - 17/12/04 10:11 #
Tók myndirnar af básnum með Nokia 6260 síma. Flott græja en frekar stór.
Spurning um að ég geri allaf :-P héðan í frá :-)