Örvitinn

Syfjaður

Vakti alltof lengi í gær, var í bolta til ellefu og sofna aldrei snemma eftir hasarinn þar. Tók svo þátt í stjórnarfundi og netdrama eftir miðnætti. Var vakandi til tvö minnir mig.

Svaf reyndar til níu, Kolla og Inga María voru báðar vaknaðar og dunduðu sér í rúminu mínu en ég hélt fast í lakið og rembdist við að sofa örlítið lengur.

Er stjarfur af þreytu - þarf að kaupa mér koffíndrykk.

dagbók