Sólsetur, gluggaþvottur og raclette
Yfirmaður upplýsingadeildarinnar rölti um og dreifði bjór í lok vinnudags. Ég drakk tvo áður en ég gekk heim. Tveir stórir bjórar eru mín mörk - á afar erfitt með að drekka bara þrjá! Tveir eða sjö.
Tók myndir á heimleiðinni, ekkert merkilegt. Sólsetur við gamlingjablokkirnar, fólk að þrífa svalaglugga og eitthvað þessháttar.
Vorum með raclette í kvöldmatinn, Kolla pantaði það með góðum fyrirvara. Skemmtilegur matur en krest dálitlar fyrirhafnar - tekur dágóða stund að borða.