Örvitinn

Sideways

Horfði á Sideways aðfaranótt laugardags.

Hef heyrt margt afar gott um þessa mynd og þá er hætta á að myndin standist ekki væntingar. Þetta er fín mynd, einföld saga um tvo vini sem skreppa í ferð í tilefni þess að annar er að fara að gifta sig. Rúnta um vínhéröð Kaliforníu, drekka sig fulla, reyna við konur og spila golf.

Það sem greip mig helst í þessari mynd er hvernig greddan kemur upp á milli vinanna. þeir ætla sér að skemmta sér saman en annar hefur meiri áhuga á að fá sér á broddinn og yfirgefur vininn. Þetta þykir mér afar raunsönn lýsing á vinasambandi karlmanna :-)

kvikmyndir