Örvitinn

Hvaða mynd er skást?

Hver af þessum myndum er að ykkar mati skást? Þetta eru þrjár myndir, hver í tveimur útgáfum - mismunandi unnið í Photoshop. Virðist kannski ekki vera mikill munur á fyrstu tveimur myndunum, en það er samt töluvert mismunandi áferð á þeim. Sama gildir um síðustu tvær, í annarri eru engin yfirlýst svæði.

myndir
Athugasemdir

Binni - 31/03/05 07:50 #

mars02, mars03, mars05.

Már - 31/03/05 07:59 #

02, 03, og 06. (Mér finnst myndbyggingin í 06 skemmtilegri en í 05)

Erna - 31/03/05 14:51 #

2, af því að mér finnst auka skuggar í #1 vera of "grafík" legir, #3, af því mér finnst gæsin vera í betri kontrast við bakgrunninn og litirnir flottir (erettekki annars gæs?), og svo #5 af því að hún er dýpri svon, #6 er pínu flöt. =)

Hvað finnst þér Matti?

Matti Á. - 31/03/05 16:00 #

2 og 5 finnst mér skástar. Tek undir það að 1 er dálítið gervileg enda fór ég aðeins yfir strikið í vinnslu á henni.

5 hefur það fram yfir 6 að hún er ekkert yfirlýst. Finnst litirnir aðeins skemmtilegri í 6. Sé ekki alveg hvað 6 hefur fram yfir 5 í myndbyggingu.

Gæsamyndin er svosem ekkert merkileg þannig talað, þó dálítið flott miðað við að hún er ekkert croppuð. Svarthvíta útgáfan gerir lítið fyrir hana.

Már - 31/03/05 19:02 #

mynd 6 er með meira af hurð ("white-space"?) í kringum ruslpóstinn, sem mér finnst koma betur út.

Eins finnst mér mynd 5 of gerfileg í litunum (of mikið "color-burn"), sérstaklega í hurðinni og of kornótt líkt og mynd 1.

En þetta er alveg hrikalega súbjektíft.

Matti Á. - 31/03/05 20:47 #

Fínar ábendingar, það er rétt að contrastið er heldur mikið í fyrri myndinni og meira svæði í kringum póstinn á þeirri seinni.

Margir eru viðkvæmir fyrir yfirlýstum svæðum en ég held það geri lítið til í þessu tilviki.

Þá er spurningin, 2 eða 6 ?

Már - 31/03/05 22:32 #

Þetta er eins og að spurja: "Epli eða hvítlaukur?" Í hvað ætlar þú að nota ávöxtinn?

Matti Á. - 31/03/05 23:05 #

Ætlaði að senda inn mynd á ljósmyndakeppni, reyna að finna bestu mynd mína frá mars. En vefurinn er á hliðinni þessa stundina þannig að það er ekkert víst að ég nái að senda eitthvað inn fyrir lokafrestinn. Hef verið tregur við að senda myndir þangað inn.

Var annars búinn að velja mynd 2.