Örvitinn

Inga María veik

Fékk símhringingu frá leikskólanum í hádeginu, var staddur í Nettó ađ kaupa mér hádegismat hjá Dóra. Inga María komin međ hita, slöpp og borđađi ekki neitt. Ég reyndi ađ ná í Gyđu en hún svarađi ekki síma, tekur ekki gemsann međ sér í mat! Nákvćmlega hver er tilgangur gsm síma ef mađur tekur hann ekki međ sér?

Ég skaust og sótti Ingu Maríu eftir ađ hafa borđađ steikta fiskinn hans Dóra á mettíma, hún liggur í sófanum og horfir á Brúđubílinn á DVD. Syngur međ og er ţokkalega hress ţrátt fyrir veikindi.

Gyđa er á leiđinni, ţarf ađ klára skýrslu. Ég á frekar erfitt međ ađ taka veikindafrí akkúrat núna. Missi af síđasta fundi međ vefţjónustuhópnum útaf ţessu, dálítiđ fúlt.

fjölskyldan