Apple og Intel
Það eru aldeilis merkilegar fréttir að Apple er að fara að nota x86 gjörva frá Intel í tölvurnar sínar. Hefur verið ljóst síðustu ár að ekki hefur gengið jafn vel að skala PPC gjörvana og þá frá Intel en þetta kemur mér samt á óvart, hélt að menn væru frekar að stefna á marga kjarna í einum gjörva og PPC hefði ákveðið forskot þar. Intel hefur forskot þegar kemur að klukkuhraða/tíðni en það skilar sér ekki endilega alltaf í auknum afköstum. Einnig finnst mér skrítið hve mikið er talað um orkunýtingu Intel gjörvanna, hélt alltaf að PPC hefði forskot í þeim efnum.
Skemmtileg að fá svona breytingar í tölvugeiranum.
Hvað ætli apple aðdáendur segi núna? Hafa þeir ekki margir verið duglegir við að rakka Intel niður síðustu árin - nú hefur frelsarinn (Jobs) talað og þá hljóta margir að skipta um skoðun :-)
Einar Örn - 06/06/05 19:23 #
Ég held að pointið hjá makka aðdáendum sé einmitt fyrst og fremst að klukkutíðni og það geðveikislega kapphlaup sé EKKI aðalmálið, heldur að tölvurnar séu vel hannaðar og að stýrikerfið sé einfalt og stöðugt.
Ég myndi frekar vilja vera með 1GhZ Makka, sem virkar og lítur vel út, heldur en 3Ghz PC, sem er alltaf í tómu tjóni :-)
Matti - 06/06/05 20:10 #
Málið er að þær aðferðir sem hafa verið notaðar undanfarin ár til að sýna fram á að PPC gjörvarnir séu hraðvirkari en Intel gjörvarnir hafa oft á tíðum verið afar vafasamar.
Á sama tíma og þetta er að gerast er Microsoft að kaupa PPC gjörva í nýju X-boxin. Þetta er eitthvað öfugsnúið !
Binni - 07/06/05 10:03 #
Er ekki rétt skilið hjá mér, að bilið milli Makka og PC minnki óðfluga? Ég hef enn ekki heyrt nein gild rök um að Makkinn sé betri en PC. Eru þetta ekki bara trúarbrögð? Grafískir hönnuðir kaupa sér aldrei neitt nema Makka; þó hafa flestar prentsmiðjur landsins þurft að PC-væða sig!
Matti - 07/06/05 10:22 #
Það sem Makkinn hefur haft umfram PC að margra mati er fyrst og fremst stýrikerfið og fábreytnin! Stöðugleika Makkans umfram PC (ekki það að sá stöðugleiki sé endilega raunverulegur, en hann er umtalaður) má fyrst og fremst rekja til þess að hugbúnaðurinn keyrir á lokuðu hardware, Apple þarf ekki að styðja allar mögulegar samsetningar af vélbúnaði eins og Windows. X stýrikerfið byggir á traustum unix kjarna og er stabílt. En tæknilega séð er stýrikerfið ekkert merkilegra en Windows og í mörg ár, þar til X kom á markað, voru Apple tölvur að keyra á stýrikerfi sem var handónýtt, tæknilega.
Apple hefur átt grafíkheiminn að einhverju leiti útaf hefðinni. Það eru engin sérstök tæknileg rök fyrir því lengur. Hjá Adobe virðast menn hafa fagnað þessari ákvörðun Apple, hafa víst átt orðið erfitt með að sýna fram á að Apple vélar væru öflugri en PC þar á bæ.
En það sem Apple hefur umfram "PC" er hönnunin, þetta eru flottar vélar og augljóst að margir eru til í að borga aukalega fyrir það. Ég væri alveg til í að eiga nýja Powerbook ferðavél. Þær eru sexý! En ég hefði aldrei fengið nærri því jafn öfluga Apple vél fyrir svipaðan pening þegar ég keypti lappann minn í fyrra.