Örvitinn

Uppákoma á ráđstefnu róttćklinga

Viđ erum stödd í litlum sal úti í bć. Erlendur umhverfissinni heldur rćđu yfir fullum sal af fólki. Góđur rómur er gerđur ađ máli hans enda bölsótast hann duglega og málar framtíđina dökkum litum.

Skyndilega ţramma ţrír digrir karlar í jakkafötum inn međ fötur fullar af gráum vökva. "Fleiri álver" hrópa ţeir og skvetta vökvanum yfir nćrstadda, "fleiri virkjanir", sletturnar ná yfir allann salinn, "náttúran er hóra, ríđum henni". Gumsiđ gusast yfir liđiđ. Gestir frjósa, jakkafatakarlarnir líka. Ţeir höfđu aldrei planađ framhaldiđ, ţetta var allt.

Skyndilega stendur skeggjađur gaur í leđurjakka upp og byrjar ađ klappa. "Húrra fyrir mótmćlendunum" hrópar hann ţó jakkinn sé ekki alveg jafn fagur og áđur. Hann kaupir sér nýjan (notađan) á morgun. "Húrrrra" syngur ljóshćrđ lágvaxinn stelpa um leiđ og hún hendir frá sér ónýtri ferđatölvunni, stekkur á einn jakkalakkann og fer í sleik viđ hann. Hinir tveir standa eins og illa gerđir hlutir og horfa út í loftiđ. Átti ţetta ađ fara svona?

Salurinn sameinast í húrrahrópum; "húrra fyrir mótmćlendunum, lengi lifi skođanafrelsiđ, húrra fyrir jakkafatakörlunum". Gleđitár leka niđur einstaka kinnar.

Jakkalakkarnir rölta niđurlútir út, einn međ ljósku í eftirdragi, og fyrirlesarinn heldur áfram máli sínu ţar sem frá var horfiđ, allt er ađ fara til fjandans. Gestir eru almennt glađir, ţađ hefur svo sannarlega rćst úr deginum.

pólitík