Örvitinn

Tveir fagrir vegarspottar

rauður vegur, grænt grasVegir eru að jafnaði ekki fagrir. Þeir geta legið um fögur svæði, útsýnið er oft heillandi, en vegurinn sjálfur vekur sjaldan athygli.

Malarvegur sem liggur frá Langanesströnd að Þórshöfn er ægifagur, rauður malarstígurinn þræðir grænt grasið. Ég varð að stoppa og taka myndir. Ég myndi telja það menningarslys ef þarna verður lagt bundið slitlag.

fjallvegurVegurinn sem hlykkjar sig upp hlíðina þegar ekið er upp á Hellisheiði úr Jökulsárhlíð er einnig fallegur, útsýnið yfir Héraðsflóa er magnað. Þar er það form vegarins sem liggur eins og risakyrkislanga í fjallshlíðinni og útsýnið sem fangar augað, veginn má alveg malbika að ósekju. Þar fannst mér einnig tilefni til að stoppa og taka myndir.

Vegurinn um Öxarfjarðarheiði er aftur á móti ekkert sérstakur og hringveginn ekur maður yfirleitt eins og brjálæðingur þannig að ekki gefst tækifæri til þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað geti glatt augað.

myndir