Þetta var eini lundinn sem stillti sér upp fyrir myndatöku á Papey. Það var víst óvenju fátt um þá í eyjunni útaf einhverri ástæðu. Reyndar stillti hann sér upp á lélegum stað þannig að maður þurfti að halla sér fram óþægilega nálægt bjargbrúninni til að ná skoti. Ítalskur ferðamaður benti mér á hann, annars hefði ég aldrei tekið eftir honum.
Hér er önnur.
Spurningin er svo, hvað er hann búinn að veiða í matinn?
Þú segir nokkuð, ég hafði ekki látið mér detta það í hug, hélt þetta væru einhver síli. En þetta er hugsanlega marglytta.
Þetta var semsagt ekki gáta - ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er:-)
Þeir éta loðnu og seiði ýmissa fiska. Efri lundinn er nokkuð klárlega með seiði (glær búkur, augu, sporður, beinagarður/innyfli, etc.)
Sá er næsta líklega með það sama í kjaftinum, enda myndin tekin á svipuðum tíma á sömu slóðum.
Það er mín tilgáta.
Þetta er sami lundinn, enda "eini lundinn sem stillti sér upp fyrir myndatöku á Papey" :-)